Regluleg hreyfing er ein af bestu leiðunum til að bæta andlega líðan fólks, regluleg hreyfing eykur sjálfstraust, bætir svefn og ótalmargt fleira.
Hreyfing er einnig ein besta leiðin til að berjast gegn þunglyndi og fólk sem hreyfir sig reglulega er 26% líklegra til að verða ekki þunglynd og einnig getur regluleg hreyfing minnkað þunglyndi hjá fólki.
Hreyfing, sama hversu lítil hjálpar fólki. Það hefur verið sýnt fram á að bara það að hlaupa í 15 mínútur á dag eða labba í klukkutíma lækkar líkurnar á að fá þunglyndi um 26%. Þegar þú hreyfir þig þá framleiðir líkaminn efni sem kallast Endorphin. Endorphin er efni sem er svipað og morfín nema það veitir hamingju auk þess að slá á sársauka. Endorphin hjálpar fólki að halda einbeitingu og lætur fólk frekar vera tilbúið í að takast á við erfiðar áskoranir.
Regluleg hreyfing hefur einnig verið sönnuð að minka kvíða og þunglyndi. Það er ekki 100% vitað af hverju það er en það hefur líklegast mikið að gera með endorphin og önnur efni sem losna þegar þú hreyfir þig. Önnur efni eins sem virka svipað og endorphin eru serotonin,   Norepinephrine, BDNF sem stendur fyrir brain-derived neurotrophic factor og siðan er líka dopamin.
Fólk sem er þunglynd er oft með mjög lítið af serotonin í líkamanum sínum. Þunglyndislyf eru mörg gerð til að hækka serotonin magn í líkama fólks. Serotonin er eflaust stór ástæða fyrir því að hreyfing getur læknað þunglyndi.
 Norepinephrine er efni sem líkaminn framleiðir við áreynslu og hjálpar fólki að halda einbeitingu og að muna hluti betur.
BDNF stendur fyrir brain-derived neurotrophic factor. BDNF gæti verið mikilvægasta efnið sem líkaminn framleiðir við áreynslu. BDNF bætir tengingar á milli tauga og hjálpar til við að laga ónýtar eða skaddaðar taugar.
Dopamín er efnið sem hvetur fólk til að gera betur og veitir fólki hálfgerða sigurtilfinningu að verki loknu.