Óvirkni er þegar fólk hreyfir sig lítið sem ekkert. Það hefur mjög slæm áhrif á andlega og líkamlega líðan fólks og hér fyrir neðan er meira um afhverju það er.​
Árið 2012 voru gerðar nokkrar kannanir. Það kom fram í þeim að um það bil 1 af hverjum 10 ótímabærum dauðsföllum eru afleiðingar þess að hreyfa sig ekki og að það að hreyfa sig ekki valdi jafn mörgum dauðsföllum og það að reykja.
Það hefur slæm áhrif á andlegu heilsu fólks að hreyfa sig ekki. Samkvæmt könnunum sem voru gerðar á þunglyndi kom í ljós að fólk sem hreyfir sig ekki væri mun líklegra til að verða þunglynd. Hreyfing getur einnig minnkað stress, hjálpað með þunglyndi og hækkað sjálfsálit fólks.  
Ástæðan fyrir mörgum slæmum líkamlegum áhrifum sem óvirkni veldur er Muscle atrophy sem heitir á Íslensku vöðvarýrnun. Þegar vöðvar fólks eru ekki notaðir nóg byrja þeir að brotna niður og minnka. Vöðvar brenna fitu svo þegar þú missir vöðva þá áttu léttara með að fitna.
Lítil eða engin hreyfing getur einnig leitt til hjartasjúkdóma. Fituleifar geta safnast sa man í kringum hjarta og slagæðar fólks og getur það leitt til hjartabiluna og hjartaáfalls.
Síðan getur fita líka fests í maga fólks og umlukið hjarta og önnur líffæri fólks. Þetta getur valdið mjög miklum og alvarlegum heilbrigðis vandamálum fyrir fólk.

  • Sérfræðingar mæla með að fullorðið fólk hreyfi sig í að minnsta kosti 150 mínútur á viku. Það er hinsvegar mælt með að unglingar hreyfi sig í 60 mínútur á hverjum degi. Þessi hreyfing þarf ekki öll að vera í einu, það er hægt að dreifa þessu yfir allan daginn.