Mismunandi hreyfing

Það eru margar mismunandi tegundir af hreyfingu.
 Það er þolþjálfun (cardio) sem er líklegast vinsælasta tegund af hreyfingu. Næstum allt sem hækkar hjartslátt er talið sem þolþjálfun. Þolþjálfun skiptist í marga undirflokka eins og,
  • Aerobic þar sem þú heldur sama hraða allan hreyfinguna. Þetta geturu gert með því að hlaupa, hjóla eða bara að ganga.
  • Anaerobic snýst um að ná að halda hjartsláttinum yfir 70% af þínu MHR(maximum heart rate). Þetta getur þú gert með sprettum, mótstöðuþjálfun sem er hreyfing sem eykur vöðvastyrk og þol með því að ýta á einhvers konar mótstöðu. Þetta er líka hægt að gera með HIIT sem stendur fyrir high intensity interval training og felst í því að gera æfingar sem reyna mikið á með lítilli eða engri hvíld.
Kostirnir við þolþjálfun(cardio) eru t.d:
  • Lækkar blóðþrýsting
  • Minnkar líkur á hjarta sjúkdómum, hjartaáföllum og á heilablóðfalli.
  • Þolþjálfun eykur blóðflæði og kemur þess vegna í veg fyrir það fyrir ofan.
  • Þolþjálfun lækkar líkur á sykursýki og sjúkdómum tengdum henni.
 
Það eru oft margir sem gleyma því en íþróttir, hvort sem það séu hóp eða einstaklings íþróttir eru ein besta og skemmtilegasta leiðin til að hreyfa sig. Að stunda íþróttir eykur einnig andlegan styrk og þá sérstaklega hjá krökkum. Það er sannað að börn sem æfa íþróttir hafa oft meira sjálfstraust, eru meiri leiðtogar en krakkar sem æfa ekkert og hafa oft betri og sterkari sambönd en aðrir krakkar.

Yoga er einnig orðið gríðarlega vinsælt og ég tel að stór partur þess að það sé svona vinsælt er hve fjölbreytt það er. Það er til Hatha, Ashtanga, lyengar, hot yoga sem er mjög vinsælt hér á landi, vinyasa flow, kundalini og yin til að nefna nokkur dæmi. Það sem þetta hefur allt sameiginlegt er að einbeita sér að öndun og að nota allan líkamann í gegnum teygjur og aðra svipaða hluti.